30 September 2009

Stóðréttir og réttardansleikur


Laugardaginn 3. október verður réttað í Þverárrétt kl. 10:00, Melgerðismelarétt kl. 13:00 og í Tungurétt í Svarfaðardal kl. 13:00. Að loknum réttarstörfum í Melgerðismelarétt mun Náttfari standa fyrir sölusýningu. Veðurguðirnir bjóða hins vegar upp á lítils háttar slyddu, norðanvind 2 m/s og 1°C (http://www.vedur.is/)

Á laugardagskvöldið býður Funi upp á funheitan stóðréttardansleik í Funaborg með hljómsveitinni í sjöunda himni, húsið opnar kl. 22:00.

30 August 2009

Bæjarkeppnin

Myndir frá Bæjarkeppninni komnar inn hér til hliðar.

23 August 2009

Melgerðismelar úrslit í tölti

1. Von frá Árgerði og Ásdís Helga Sigursteinsdóttir með 7,44

2. Geisli frá Möðrufelli og Þorbjörn Hreinn Matthíasson með 7,11

3. Týr frá Ysta-Gerði og Birgir Árnason með 7,06

4. Þytur frá Sámsstöðum og Höskuldur Jónsson með 6,78

5. Hraði frá Úlfsstöðum og Tryggvi Björnsson með 6,67

Melgerðismelar A-flokkur úrslit

Melgerðismelar 22-23 ágúst 2009

Myndir frá úrslitum dagsins eru komnar inn hér til hliðar.

22 August 2009

Til hamingju Sigurður Torfi!


Fyrsta íslandsmótið í járningum fór fram á sumarhátíðinni á Hellu um síðustu helgi. Bar þar sigur úr bítum gamall sveitungi, Sigurður Torfi frá Torfufelli. Einnig má þess geta að annar tveggja dómara var fyrrum Jórunnarstaðabóndinn Gestur Júlíusson.

Til hamingju Brói :O)

14 August 2009

Leikjasíður

Rakst á nokkrar hestaleikjasíður, hér er slóðin á nokkrar þeirra fyrir þau ykkar sem hafa gaman af tölvuleikjum.

13 August 2009

Til gamans


Stórmót og sölusýning á Melgerðismelum

Helgina 21-23 ágúst verður haldið opið stórmót á Melgerðismelum.

Keppt verður í:
A- og B-flokki
Barna-, unglinga- og ungmennaflokki
Tölti
100m flugaskeiði
150 og 200m skeiði
300m brokki og stökki

Veglegum peningaverðlaunum er heitið í tölti og kappreiðum.

Skráningafrestur er til 18. ágúst, Birgir bóndi Litla-Garði tekur á móti skráningum á netfangið herdisarm@simnet.is og í síma 896-1249.
Skráningagjald eru 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu og 1.000 kr. eftir það. Skráningargjöld skulu lögð inn á 0162-26-3682, kt. 470792-2219.

Sölusýning
Skráningar sendast á netfangið fellshlid@nett.is í síðasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst nk.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Aldur
Ætt
Litur
Lýsing á viðkomandi hrossi

Skráningargjaldið er 1.000 kr. á hest. Ævar í Fellshlíð veitir frekari upplýsingar í síma 865-1370.


11 August 2009

Myndir óskast!

Sæl öll

Mig vantar myndir frá hinum ýmsu funasamkomum til að setja upp myndasíðu. Myndirnar verða okkur öllum aðgengilegar í gegnum síðuna. Myndirnar má senda á eddakamilla@hotmail.com.

Kveðja
Edda Kamilla

Einarsstaðamótið

Um liðna helgi var hið árlega Einarsstaðarmót haldið og var þátttaka Funamanna hin ágætasta. Ásdís Helga sigraði A-flokkinn á Von og var með Hvin frá Litla-Garði í B-úrslitum. Biggi í Litla-Garði varð fimmti í A-úrslitum á Kiljan frá Árgerði og Lalli í Ysta-Gerði reið Nóa frá Garðsá í B-úrslitin. Glæsilegur A-flokksárangur hjá Funamönnum. En árangur Funamanna var í fleiri greinum en í A-flokk.

Frekari útslit má nálgast inni á http://hestafrettir.is/Frettir/7097/

18 July 2009

Gæðingaskeið

Þá er keppni í gæðingaskeiði lokið. Fyrir hönd Funa kepptu þau Ásdís á Von og Þór á Seifi, voru þau til mikillar fyrirmyndar :O) Þeir Þór og Seifur enduðu í 22 sæti með 4,88 og Ásdís og Von í 11-13 sæti með 6,83. Á myndbandinu má sjá þær Ásdísi og Von í seinni sprett, því miður þá náði ég ekki að mynda þá Þór og Seif.

Úrslit í gæðingaskeiði (13 efstu af 31)

1 Sigurður Sigurðarson og Freyðir frá Hafsteinsstöðum með 8,38
2 Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal með 8,00
3 Haukur Baldvinsson og Falur frá Þingeyrum með 7,88 Til hamingju Haukur, alveg glæsó!
4 Hinrik Bragason og Tumi frá Borgarhóli með 7,75
5 Guðmundur Björgvinsson og Vár frá Vestra-Fíflholti með 7,67
6 Hannes Sigurjónsson og Vakning frá Ási I með 7,46
7 Sigurður Vignir Matthíasson og Birtingur frá Selá með 7,29
8 Jakob Svavar Sigurðsson og Felling frá Hákoti með 7,25
9 Sigurður Óli Kristinsson og Freki frá Bakkakoti með 7,08
10 Erlingur Ingvarsson og Máttur frá Torfunesi með 7,04
11 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Von frá Árgerði 6,83
12 Þorvar Þorsteinsson og Stáli frá Ytri-Bægisá með 6,83
13 Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga með 6,83

17 July 2009

Íslandsmót - dagur tvö

Þá er forkeppni í fimmgangi og tölti lokið á Íslandsmótinu. Þær stöllur Ásdís og Von hlutu 12 sætið í fimmgangi, glæsileg ;O)
Í töltinu urðu þær Ásdís og Von í 31 sæti með 6.63 og Gísli varð í 45 sæti á Týju.

Staða e. forkeppni í fimmgangi:
1 Daníel Jónsson og Tónn frá Ólafsbergi með 7,43
2 Sigurbjörn Bárðarson og Stakkur frá Halldórsstöðum með 7,17
3 Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga með 7,10
4 Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Freyþór frá Hvoli með 7,03
5 Jakob Svavar Sigurðsson og Vöður frá Árbæ með 7,03
6 Mette Mannseth og Háttur frá Þúfum með 7,03
7 Erlingur Ingvarsson og Máttur frá Torfunesi með 7,03
8 Sigurður Sigurðarson og Æsa frá Flekkudal með 6,93
9 Sigurður Vignir Matthíasson og Birtingur frá Selá með 6,87
10 Sigurður Óli Kristinsson og Lúpa frá Kílhrauni með 6,83
11 Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði með 6,80
12 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Von frá Árgerði með 6,77

Staðan eftir forkeppni í tölti:
1 Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi með 8.43
2 Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti með 8.40
3 Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi með 8.37
4 Þorvaldur Árni Þorvaldsson og B-Moll (Moli) frá Vindási með 8.00
5 Hans Kjerúlf og Sigur frá Hólabaki með 7.83
6 Ísólfur Líndal Þórisson Sindri frá Leysingjastöðum II með 7.80
7 Bjarni Jónasson og Komma frá Garði með 7.77
8 Ólafur Ásgeirsson og Jódís frá Ferjubakka 3 með 7.67
9 Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu með 7.57
10 Jón Páll Sveinsson og Losti frá Strandarhjáleigu með 7.50

16 July 2009

Íslandsmótið - dagur eitt.

Þá er fyrsta degi Íslandsmótsins lokið. Ásdís Helga var eini Funafélaginn sem keppti og tók hún þátt í 100m skeiði á þeim Von og Gráblesu-Rán. Þær Von hlutu 5,92 í einkunn og 17 sætið og á Gráblesu-Rán hlaut Ásdís 5,75 og 18 sætið.

Staðan í lok keppnisdags:
100m skeið
1 Agnar Snorri og Ester frá Hólum með 7,25
2 Mette Mannseth og Þúsöld frá Hólum með 6,93
3 Sigurður V. Matthúasson og Gjálp frá Ytra-Dalsgerði með 6,87
4 Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal með 6,68
5 Sigurður Sigurðarson og Freyðir frá Hafsteinsstöðum 6,58

Fjórgangur
1 Snorri Dal og Oddur frá Hvolsvelli með 7,40
2 Hinrik Bragason og Náttar frá Þorláksstöðum með 7,37
3 Mette Mannseth og Happadís frá Stangarholti með 7,33
4 Bjarni Jónasson og Komma frá Garði með 7,30
5 Svanhvít Kristjánsdóttir og Kaldalóns frá Köldukinn með 7,27
6 Lena Zielinski og Gola frá Þjórsárbakka með 7,23
7 Hans Kjerúlf og Sigur frá Hólabaki með 7,20
8 Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi 1með 7,13
9 Hulda Gústafsdóttir og Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu með 7,07
10 Ólafur Ásgeirsson og Líf frá Þúfu með 7,03

Slaktaumatölt T2
1 Sigurður Sigurðarson og Hörður frá Eskiholti II með 7,90
2 Eyjólfur Þorsteinsson og Ósk frá Þingnesi með 7,87
3 Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga með 7,43
4 Hulda Gústafsdóttir og Völsungur frá Reykjavík með 7,40
5 Þórdís Gunnarsdóttir og Ösp frá Enni með 7,07
6 Artemisia Bertus og Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 með 6,93
7 Sigurður Vignir Matthíasson og Skúmur frá Kvíarhóli með 6,90
8 Mette Mannseth og Háttur frá Þúfum með 6,63
9 Friðrik Már Sigurðsson og Dagur frá Hjaltastaðahvammi með 6,47
10 Svanhvít Kristjánsdóttir og Kjarkur frá Ingólfshvoli með 6,43

14 July 2009

Karlareið Funa

Karlareið Funa verður laugardagskvöldið 18. júlí. Mæting er kl. 20:00 við Melgerðismelaréttina og lagt verður af stað kl. 20:30. Þátttökugjaldið eru 1.500 kr. Þátttakendur mæta með kjötið en meðlætið verður á staðnum.

Íslandsmót í hestaíþróttum


Senn líður að Íslandsmóti og þar eru skráðir fjórir Funafélagar til leiks. Þetta eru þau Ásdís Helga með 6 skráningar, Gísli með eina skráningu, Þór með tvær skráningar og Gestur með tvær skráningar.
Nú er bara að mæta og hvetja okkar fólk.
Áfram Funi!!

Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
Fimmgangur - Von frá Árgerði og Gráblesa-Rán frá Egilsstaðabæ
100m flugaskeið - Von frá Árgerði og Gráblesa-Rán frá Egilsstaðabæ
Gæðingaskeið - Von frá Árgerði
Tölt - Von frá Árgerði

Gísli Steinþórsson
Tölt - Týja frá Árgerði

Þór Jónsteinsson
Fjórgangur - Geisli frá Úlfsstöðum
Gæðingaskeið - Seifur frá Skriðu

Gestur Júlíusson
100m flugaskeið - Gjálp frá Ytra-Dalsgerði
250m skeið - Gjálp frá Ytra-Dalsgerði

Bestu óskir um gott gengi á komandi Íslandsmóti.