30 August 2009

Bæjarkeppnin

Myndir frá Bæjarkeppninni komnar inn hér til hliðar.

23 August 2009

Melgerðismelar úrslit í tölti

1. Von frá Árgerði og Ásdís Helga Sigursteinsdóttir með 7,44

2. Geisli frá Möðrufelli og Þorbjörn Hreinn Matthíasson með 7,11

3. Týr frá Ysta-Gerði og Birgir Árnason með 7,06

4. Þytur frá Sámsstöðum og Höskuldur Jónsson með 6,78

5. Hraði frá Úlfsstöðum og Tryggvi Björnsson með 6,67

Melgerðismelar A-flokkur úrslit

Melgerðismelar 22-23 ágúst 2009

Myndir frá úrslitum dagsins eru komnar inn hér til hliðar.

22 August 2009

Til hamingju Sigurður Torfi!


Fyrsta íslandsmótið í járningum fór fram á sumarhátíðinni á Hellu um síðustu helgi. Bar þar sigur úr bítum gamall sveitungi, Sigurður Torfi frá Torfufelli. Einnig má þess geta að annar tveggja dómara var fyrrum Jórunnarstaðabóndinn Gestur Júlíusson.

Til hamingju Brói :O)

14 August 2009

Leikjasíður

Rakst á nokkrar hestaleikjasíður, hér er slóðin á nokkrar þeirra fyrir þau ykkar sem hafa gaman af tölvuleikjum.

13 August 2009

Til gamans


Stórmót og sölusýning á Melgerðismelum

Helgina 21-23 ágúst verður haldið opið stórmót á Melgerðismelum.

Keppt verður í:
A- og B-flokki
Barna-, unglinga- og ungmennaflokki
Tölti
100m flugaskeiði
150 og 200m skeiði
300m brokki og stökki

Veglegum peningaverðlaunum er heitið í tölti og kappreiðum.

Skráningafrestur er til 18. ágúst, Birgir bóndi Litla-Garði tekur á móti skráningum á netfangið herdisarm@simnet.is og í síma 896-1249.
Skráningagjald eru 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu og 1.000 kr. eftir það. Skráningargjöld skulu lögð inn á 0162-26-3682, kt. 470792-2219.

Sölusýning
Skráningar sendast á netfangið fellshlid@nett.is í síðasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst nk.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Aldur
Ætt
Litur
Lýsing á viðkomandi hrossi

Skráningargjaldið er 1.000 kr. á hest. Ævar í Fellshlíð veitir frekari upplýsingar í síma 865-1370.


11 August 2009

Myndir óskast!

Sæl öll

Mig vantar myndir frá hinum ýmsu funasamkomum til að setja upp myndasíðu. Myndirnar verða okkur öllum aðgengilegar í gegnum síðuna. Myndirnar má senda á eddakamilla@hotmail.com.

Kveðja
Edda Kamilla

Einarsstaðamótið

Um liðna helgi var hið árlega Einarsstaðarmót haldið og var þátttaka Funamanna hin ágætasta. Ásdís Helga sigraði A-flokkinn á Von og var með Hvin frá Litla-Garði í B-úrslitum. Biggi í Litla-Garði varð fimmti í A-úrslitum á Kiljan frá Árgerði og Lalli í Ysta-Gerði reið Nóa frá Garðsá í B-úrslitin. Glæsilegur A-flokksárangur hjá Funamönnum. En árangur Funamanna var í fleiri greinum en í A-flokk.

Frekari útslit má nálgast inni á http://hestafrettir.is/Frettir/7097/